Persónuverndarstefna

Síðast endurskoðuð þann 15. ágúst 2019.

 

Herbalife virðir friðhelgi hvers einstaklings sem heimsækir vefsetur þess og notar þjónustu þess. Þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins upplýsir þig á sniði almennra spurninga um hvernig Herbalife notar persónuupplýsingar þínar og um þann rétt sem þú átt í tengslum við persónuupplýsingar þínar. Ef þú ert með viðbótarspurningar varðandi þessa stefnu getur þú haft samband við okkur á privacy@herbalife.com.

Vinsamlegast athugaðu að þessi stefna á aðeins við um vefsetur Herbalife („Setur“) sem innihalda tengil á þessa stefnu.

Þú getur fundið ábyrgðaraðila persónulegra gagna þinna hjá Herbalife með því að nota töfluna í lok þessarar stefnu á grundvelli búsetulands þíns. Ábyrgðaraðili persónulegra gagna þinna ákvarðar tilgang og leiðir við vinnslu persónulegra gagna.

Vinsamlegast athugaðu að Herbalife-vörur eru eingöngu seldar gegnum Sjálfstæða félagsmenn okkar („félagsmenn“), sem geta einnig verið ábyrgðaraðilar persónulegra gagna þinna. Þú ættir að hafa beint samband við þá til að skilja gagnaframkvæmd þeirra.

Algengar spurningar

 • Hver er ávinningurinn af því að Herbalife safni upplýsingum um mig?
 • Hvaða upplýsingum kann Setrin að safna?
 • Hvernig mun Herbalife safna og geyma þessar upplýsingar?
 • Hversu lengi mun Herbalife geyma þessar upplýsingar?
 • Hver er skuldbinding Herbalife gagnvart Friðhelgi einkalífs barna?
 • Hver eru réttindi mín hvað varðar persónuupplýsingar mínar.
 • Hvað með Internetið og öryggi vefsetra?
 • Getur Herbalife breytt þessari stefnu?
 • Hvernig get ég þekkt ábyrgðaraðila persónulegra gagna minna hjá Herbalife?

Hver er ávinningurinn af því að Herbalife safni upplýsingum um mig?

Gegnum vefsetur sín safnar Herbalife persónuupplýsingum um þig af ýmsum ástæðum:

    Til að undirbúa og framkvæma samninga við þig, eins og:

 • Til að undirbúa og ganga inn í félagsaðildarsamning við þig;
 • Til að framfylgja samningi um félagsaðild, þar með talið að reikna út tekjur þínar og annarra félagsmanna og viðhalda og afhenda upplýsingar um upp- og niður-línu þína (upprunaskýrslur);
 • Til að vinna úr vörupöntunum;
 • Til að afhenda og taka til baka vörur og til að hafa umsjón með ábyrgðum; og
 • Vegna greiðslna.

    Til að fullnægja lagalegum skuldbindingum, eins og:

 • Í bókhalds- og skattalegum tilgangi; 
 • Til að stjórna innköllunaraðgerðum á vörum; og
 • Til að bregðast við beiðnum um upplýsingar frá lögbærum opinberum aðilum og dómsmálayfirvöldum.
 • Vegna lögmæts viðskiptalegs tilgangs Herbalife, eins og:
 • Til að veita þjónustu okkar og til að vernda heildstæðni og öryggi þjónustu okkar;
 • Til að bæta upplifun notenda af vefsetrum okkar með því að gera þau aðgengilegri og notendavænni og skapa efni sem skiptir þig meira máli;
 • Til að leysa úr fyrirspurnum félagsmanna;
 • Til að framfylgja Notkunarskilmálum, félagsreglum og réttindum okkar; og
 • Til að veita þér upplýsingar og auglýsingar á netinu um vörur okkar, þjónustu og sértilboð.

Þú kannt að eiga rétt á að andmæla ákveðinni notkun á persónuupplýsingum þínum samkvæmt viðeigandi lögum, en í því tilfelli er ekki víst að þú getir notið fulls ávinnings af vörum okkar og þjónustu.

    Á grundvelli samþykkis þíns:

 • Að fá sérstaka þjónustu, eins og að fá upplýsingapakka;
 • Að komast í samband við félagsmann Herbalife vegna kynningar inn í félagsaðildina eða til að taka þátt í viðburðum og áskorunum; 
 • Vegna notkunar netfangs þíns eða símanúmers í tengslum við markaðssetningu Herbalife-vara og -þjónustu og skyldra vara og þjónustu; og
 • Notkun ákveðinna vafrakaka og svipaðrar tækni, eins og krafist er í lögum.

Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er með því að láta okkur vita í netfanginu hér að neðan, með því að velja að hætta að fá auglýsingar í tölvupósti eða smáskilaboðum, eða með því að breyta friðhelgisstillingum vafrans þíns, eins og kunngert er hér að neðan. Ef þú dregur til baka samþykkið er ekki víst að þú getir notið til fulls vara okkar og þjónustu. 

Hvaða upplýsingum kunna Setrin að safna?

Hjá Herbalife ætlum við okkur að veita þér eins mikla stjórn og mögulegt er yfir persónuupplýsingum þínum. Almennt séð getur þú heimsótt Setrin án þess að segja okkur hver þú ert eða ljóstra upp einhverjum upplýsingum um þig. Hins vegar söfnum við tæknilegum upplýsingum, eins og IP-tölu og upplýsingum vafra til að tengja og birta vefsetur okkar. Til dæmis kunnum við að safna gögnum varðandi för þína gegnum vefsetrið eða skráum valkostina sem þú hefur kosið að velja. Þetta er algeng stöðluð framkvæmd á öllum vefsetrum á Internetinu. Upplýsingarnar sem safnað er auðkenna þig ekki beint, en kunna að vera gagnlegar okkur vegna markaðssetningar og að bæta þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Það koma hins vegar tímar þegar við söfnum upplýsingum beint frá þér, eins og nafni og heimilisfangi; til dæmis þegar þú fyllir út eyðublað til að biðja um upplýsingar um Herbalife-vörur eða félagsaðild að Herbalife, eða til að koma á fót tengslum við félagsmann eða til að taka þátt í áskorun eða getraun. Við þessi tilefni kunnum við að veita þér viðbótarupplýsingar og valkosti um ætlaða notkun okkar á persónuupplýsingum þínum, ef þess er óskað. Við söfnum einnig samskiptaóskum þínum, eins og hvort þú viljir fá auglýsingatölvupóst eða ekki. 

Frá skráðum félögum safnar Herbalife upplýsingum um vörur sem þú kaupir á netinu og upplýsingum sem félagsmenn hlaða sjálfviljugir upp á Setrin, eins og viðleitni í forystu og markaðssetningu. 

Við kunnum að fá viðbótarupplýsingar um þig frá opinberum heimildum og úr heimildum sem hægt er að kaupa og frá öðrum þriðju aðilum. Ef þú nálgast þjónustu þriðja aðila, eins og Facebook, Google eða Twitter í gegnum Setrin, til að skrá þig inn á Setrin eða til að deila upplýsingum um upplifun þína af Setrunum með öðrum, kunnum við að safna upplýsingum frá þessari þriðju aðila þjónustu.

Sumt efni eða virkni Setranna kemur frá þriðju aðilum, eins og íbætur frá Facebook og Twitter. Þessir þriðju aðilar fá upplýsingar um notkun þína á vefsetri okkar, þar með talið gegnum notkun vafrakaka og svipaðrar tækni (sjá hlutann um vafrakökur hér fyrir neðan). Vinsamlegast skoðaðu vefsetur þessarra þriðju aðila til að skilja hvernig þeir nota upplýsingarnar þínar.

Hvernig mun Herbalife safna og geyma þessar upplýsingar?

Herbalife geymir persónuupplýsingar þínar í miðlægri geymslu ásamt öðrum upplýsingum sem við kunnum að hafa um þig, ef einhverjar. Þetta gerir okkur kleift að forðast tvíritun, hafa betri umsjón með upplýsingatilföngum og veita þér betri þjónustu. Við notum þessar upplýsingar í þeim tilgangi sem nefndur er hér að ofan og í samræmi við ákvarðanir þínar.

Hversu lengi mun Herbalife geyma þessar upplýsingar?

Við kunnum að varðveita upplýsingar þínar eins lengi og þess er krafist fyrir þann tilgang sem þeim var safnað, eða eins og krafist er með lögum, hvort sem er lengra. Sá tími sem Herbalife geymir persónuupplýsingar þínar fer eftir þeim tilgangi sem upplýsingarnar eru notaðar í.

Herbalife geymir upplýsingarnar þínar í öruggu umhverfi sem varið er með blöndu af efnislegum og tæknilegum ráðstöfunum. Það er enginn almennur opinber aðgangur að þessum upplýsingum, nema þeim upplýsingum sem þú veitir af frjálsum vilja í opinberum samfélögum og spjallrásum á Setrunum eða verkvöngum þriðja aðila.

 • Til að skilja hvernig þú getur breytt eða uppfært upplýsingar sem geymdar eru um þig, vinsamlegast skoðaðu spurninguna að neðan sem kallast: „Hver eru réttindi mín hvað varðar persónuupplýsingar mínar?“ 

Með hverjum deilir Herbalife persónuupplýsingum mínum?

Viðeigandi persónuupplýsingum verður deilt með:

 • Hlutdeildarfélögum eða tengdum félögum, og söluaðilum, umboðsskrifstofum og leyfishöfum allra þessara fyrirtækja;
 • Þjónustuveitendum sem vinna fyrir Herbalife, til dæmis fyrirtækjum sem hjálpa okkur að þróa vefsetrið okkar og halda því öruggu og fyrirtækjum sem hjálpa okkur að gera auglýsingar meira viðeigandi;
 • Öðrum fyrirtækjum sem Herbalife hefur beint eða óbeint komið í kring þjónustu þér til hagsbóta við, til dæmis að uppfylla pantanir, afhenda pakkningar, aðgerðir í stjórnun tölvupósts, vinnslu kreditkortagreiðslna og að veita þjónustu við viðskiptavini; 
 • Völdum félagsmönnum Herbalife, þar með talið félagsmönnum Herbalife í þinni upp-línu (til dæmis upprunaskýrslur);
 • Öðrum aðilum eins og krafist er með lögum eða til að hlýða stefnum, málshöfðun, eða svipaðri laga- eða dómsmeðferð eða gerðardómi, þar með talið afhjúpun til viðurkenndra endurskoðenda þriðju aðila eða valdstjórnarinnar, eða til að rannsaka eða koma í veg fyrir svik; og 
 • Öðrum aðilum í samhengi fyrirtækjaviðskipta, eins og aðgerða við samruna, yfirtöku eða gjaldþrot.

Hvar verða persónuupplýsingar þínar geymdar?

Herbalife er með starfsemi í mörgum löndum um allan heim. Til að gera okkur kleift að bjóða þér trausta þjónustu, hvar sem þú annars ert, höfum við umsjón með ákveðnum aðgerðum vefsetursins frá einni miðlægri staðsetningu. Í augnablikinu er hún í Bandaríkjunum. Til viðbótar kunna félagsmenn í upp-línu þinni að vera staðsettir í Bandaríkjunum eða í öðrum löndum. Það eru ekki nein ein gagnaverndarlög sem ná yfir Evrópu, Bandaríkin og aðra hluta heimsins. Evópsk lög krefjast þess að Herbalife geri ráðstafanir til að vernda upplýsingar þínar þegar þær er fluttar til landsvæða utan Evrópu. Þessar ráðstafanir fela í sér:

 • Herbalife reiðir sig á fyrirmyndir sínar um samningsákvæði fyrir alþjóðlegan flutning til annarra Herbalife-aðila um allan heim;
 • fyrir alþjóðlegan flutning til þjónustuveitenda veltur vörnin á þjónustuveitandanum sem í hlut á og staðsetningu hans og fela í sér samninga sem innihalda gagnaverndarákvæði eins og krafist er með lögum; og
 • fyrir alþjóðlegan flutning, ef einhver er, til félagsmanna í þinni upp-línu, reiðir Herbalife sig á framkvæmd félagsaðildarsamnings.

Skuldbinding Herbalife gagnvart Friðhelgi einkalífs barna?

Verndun friðhelgi einkalífs barna er mikilvæg. Í sumum tilfellum kann Herbalife að safna persónuupplýsingar frá börnum undir lögaldri. Herbalife fær samþykki foreldris eða löglegs forráðamanns barnsins eins og krafist er í viðeigandi lögum.

 

Hver eru réttindi mín hvað varðar persónuupplýsingar mínar?

Þú kannt að hafa margvísleg réttindi hvað varðar persónuupplýsingar þínar, eins og rétt til aðgengis, leiðréttingar, takmörkunar á eða andmæla gegn vinnslu persónulegra gagna þinna (þar með talið vinnslu fyrir beina markaðssetningu) og flutningshæfni til annars ábyrgðaraðila og útþurrkunar, en það veltur á viðeigandi lögum. Sum Setur okkar leyfa þér að skoða og uppfæra persónuupplýsingar þínar eða hætta við félagsaðild þína að þjónustunni. Þegar þessi aðgerð er ekki tiltæk og fyrir aðstoð við hvað varðar önnur réttindi til persónuupplýsinga, vinsamlegast hafðu samband þjónustuskrifstofu félagsmanna Herbalife á staðnum á https://privacyportal.onetrust.com/webform/46601746-6006-4c21-88ec-15dfa5b7dcdc/349bb89d-7008-46f7-b765-717966e11235.

Vinsamlegast athugaðu að þessi réttindi eru háð takmörkunum sem sett eru í lögum.

Ef þú vilt ekki fá auglýsingar í tölvupósti eða smáskilaboðum verður þér veitt tækifæri til að kjósa að hætta í þeim boðskiptum sem þú færð.

Ef þú ert með viðbótarspurningar um þessa stefnu og starfshætti okkar, eða ef þú ert með kvartanir um notkun Herbalife á persónuupplýsingum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur:

Gagnaverndarfulltrúi – EMEA
Herbalife Finance and Operations Service Centre 
ul. Puszkarska 7H, 30-644 Kraków, Poland
privacy@herbalife.com

Fyrir notendur og félagsmenn í Evrópusambandinu, ef þú hefur áhyggjur af söfnun Herbalife og notkun á persónuupplýsingum þínum sem Herbalife getur ekki leyst svo þér líki, átt þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá lögbærum eftirlitsstjórnvöldum í þínu lögsagnarumdæmi.

Hvað með Internetið og öryggi setra?

Internetið er ekki öruggt kerfi og þú ættir alltaf að vera varkár varðandi þær upplýsingar sem þú birtir á netinu. Persónuupplýsingar sem vefsetur Herbalife safna eru geymdar í öruggu vinnuumhverfi sem ekki er tiltækt almenningi. Þegar nauðsyn krefur eru persónuupplýsingarnar dulkóðaðar áður en þú framkvæmir færslu, með viðeigandi öryggistækni.

Getur Herbalife breytt þessari vefsetursstefnu?

Lög um friðhelgi, viðmiðunarreglur og fordæmisréttur breytast stöðugt. Þar af leiðandi áskilur Herbalife sé réttinn til að breyta þessari stefnu af og til. Við mælum með að þú heimsækir vefsetur okkar reglubundið svo að þú vitir af nýjustu útgáfunni af stefnu okkar.

Hvernig get ég þekkt ábyrgðaraðila gagna minna hjá Herbalife?

Þú getur þekkt þann Herbalife-aðila sem er ábyrgðaraðili persónulegra gagna þinna með því að nota töfluna hér fyrir neðan á grundvelli búsetulands þíns.

Armenía 

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7 (“Herbalife Russia”)

Austurríki

HERBALIFE INTERNATIONAL DEUTSCHLAND GmbH, Gräfenhäuser Straße 85., D-64293 Darmstadt, Germany 

Aserbaídsjan

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7 (“Herbalife Russia”)

Hvíta-Rússland

Herbalife Bela LLC, Bldg.29-91А, Prityckogo str., Minsk, 220092, Belarus

Belgía

HERBALIFE INTERNATIONAL BELGIUM S.A./N.V., Drukpersstraat 4. B-1000 BRUSSEL – Belgium

Bosnía

Herbalife d.o.o. Radnička cesta 39 - 10000 Zagreb, Croatia (“Herbalife Croatia”) 

Búlgaría

Herbalife Polska Sp. z o.o. Janki ul. Falencka 1B, 05-090 Raszyn (“Herbalife Polska”)

Króatía

Herbalife d.o.o. Radnička cesta 39 - 10000 Zagreb, Croatia (“Herbalife Croatia”)

Kýpur

HERBALIFE INTERNATIONAL GREECE S.A. 110 Pentelis Street, Marousi, 15126 Athens, Greece (“Herbalife Greece”)

Tékkland

HERBALIFE CZECH REPUBLIC s.r.o., Identification No. (IČO): 028 55 089, Karolinská 661/4, Karlín, 186 00 Praha 8, Czech Republic (“Herbalife Czech”)

Danmörk

Herbalife Denmark ApS, Hovedvagtsgade 6
1103 København K

Eistland

LLC “Herbalife International RS” | Russia, 129110, Moscow, Prospect Mira, 33/1. (“Herbalife”)

Finnland

Herbalife International Finland OY (PL 211, 00131 Helsinki, Finland
Herbalife Norway Products AS, Fornebuveien 46-48, 1366 Lysaker

Frakkland

HERBALIFE INTERNATIONAL FRANCE, S.A. , 3 rue Alexandre Volta B.P. 81020, 67451 MUNDOLSHEIM CEDEX

Franska Pólýnesía

HERBALIFE INTERNATIONAL FRANCE, S.A. , 3 rue Alexandre Volta B.P. 81020, 67451 MUNDOLSHEIM CEDEX

Georgía

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7

Þýskaland

Herbalife International Deutschland GmbH, Gräfenhäuser Straße 85, 64293 Darmstadt, Germany

Gana

Herbalife of Ghana Ltd., SK DTD127b, Tema, Motorway, Industrial Area Spintex Road, Accra, Ghana

Grikkland

HERBALIFE INTERNATIONAL GREECE S.A., 110 Pentelis, 151 26 Marousi, Athens, Greece

Ungverjaland

Herbalife Hungary Ltd., 1097 Budapest, Gubacsi út 6., Building “B”

Ísland

Herbalife (U.K.), Limited., The Atrium, 1 Harefield Road, Uxbridge, Middlesex, UB8 1HB

Írland

Herbalife (U.K.) Limited, The Atrium, 1 Harefield Road, Uxbridge, Middlesex, UB81HB, United Kingdom

Ísrael

HERBALIEF INT’L OF ISRAEL (1990) LTD., 46 Derech Hamakabim St, Industrial Zone, Rishon, Letzion 75359, Israel

Ítalía

Herbalife Italia S.p.A., Viale Citta’ d’Europa 819, 00144 Roma, Italia

Kasakstan

LLC Herbalife Kazakhstan, 241 Mukanov Ave., 050008 Almaty city, Republic of Kazakhstan

Kirgisistan

LLC Herbalife Kazakhstan, 050008, Kazakhstan, Almaty, Mukanova st. 241. (“Herbalife”)

Lettland

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7 (“Herbalife Russia”)

Líbanon

HERBALIFE INTERNATIONAL GREECE S.A. 110 Pentelis Street, Marousi, 15126 Athens, Greece («Herbalife Greece»)

Litháen

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7 (“Herbalife Russia”)

Makedónía

Herbalife d.o.o. Radnička cesta 39 - 10000 Zagreb, Croatia (“Herbalife Croatia”)

Malta

Herbalife International Netherlands B.V., Postbus 8283, 3503 RG Utrecht, The Netherlands

Moldóva

I.C.S Herbalife MA SRL , С/f: 1012600022785, Str. Ismail, 81/1, Business Centre “Panorama”, et. 2, MD-2001, Chişinău, Republica Moldova

Mongólía

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7 (“Herbalife Russia”)

Holland

Herbalife International Netherlands B.V., Postbus 8283, 3503 RG Utrecht, The Netherlands

Noregur

Herbalife Norway Products AS, Fornebuveien 46-48, 1366 Lysaker

Pólland

HERBALIFE POLSKA Sp. z o.o., Janki, ul. Falencka 1B, 05-090, Raszyn, Polska

Portúgal

HERBALIFE INTERNATIONAL S.A., Oeiras Lagoas Park Edifício 8 – 1º Piso 2740-244 Porto Salvo, PORTUGAL

Rúmenía

Herbalife RO SRL, Str.Arhitect Louis Blanc nr. 1, etajul 7, Sector 1, cod postal 011751, Bucuresti, Romania

Rússland

105064, Moscow, Zemlyanoy val street, house 9, floor 12, premises I, room 1, 3-7 (“Herbalife Russia”)

Serbía

Herbalife d.o.o. Radnička cesta 39 – 10000 Zagreb, Croatia (“Herbalife Croatia”)

Slóvakía

Herbalife Slovakia s.r.o., ID No: 47 742 445, Karadžičova 8/A, 821 08 Bratislava, Slovak Republic (“Herbalife Slovakia”)

Slóvenía

Herbalife d.o.o. Radnička cesta 39 - 10000 Zagreb, Croatia (“Herbalife Croatia”)

Suður-Afríka (þ.m.t. Botsvana, Lesótó, Namibía og Svasíland)

Herbalife International South Africa, Ltd., Ground Floor, Building 32, Woodlands Office Park, Woodlands Drive, Woodmead, Gauteng, 2191, South Africa

Spánn

Herbalife International de España S.A.
C/ Arequipa, 1, 28043 Madrid

Svíþjóð

Herbalife Sweden AB, Box 556,101 31 Stockholm, Sweden
Herbalife Norway Products AS, Fornebuveien 46-48, 1366 Lysaker

Sviss

Herbalife International Deutschland GmbH, Gräfenhäuser Strasse 85, 64293 Darmstadt, Germany

Tyrkland

HERBALIFE INTERNATIONAL ÜRÜNLERİ TİCARET LTD. ŞTİ., Büyükhanlı Plaza, Küçükbakkalköy Mah. Defne Sok., N3 Ataşehir, 34752, İstanbul/Türkiye

Úkraína

 Herbalife Ukraine LLC, 01103, Kyiv, 26 Kikvidze str, Ukraine

Bretland

HERBALIFE (U.K.) LIMITED. The Atrium, 1 Harefield Road, Uxbridge, Middlesex, UB8 1HB. Bretland

Sambía

Herbalife Zambia Ltd., Shop no. 5, Farmers House, Central Park, Cairo Road, Lusaka, Zambia

 

Ennfremur er Herbalife Europe Ltd. stjórnandi ákveðinna persónuupplýsinga vegna samskipta við takmarkaðan fjölda þjónustuaðila þriðja aðila og Herbalife Europe Ltd. hefur skipað Herbalife International Luxembourg S.à.r.l. sem fulltrúi þess í Evrópusambandinu. Þú getur haft samband við Herbalife International Luxembourg S.à.r.l. með því að skrifa til 16, Avenue de la Gare L-1610 Lúxemborg eða privacy@herbalife.com.

 

Iceland  | Icelandic