Næturhafrar með F1

Höfundur: Herbalife Nutrition
Uppskrift að næturhöfrum með Formula 1 próteindrykk

Á nýju ári skalt þú prófa nýja leið til að tryggja þér ljúffengan morgunverð. Þessir næturhafrar eru bragðgóð útgáfa af frábærum morgunverði. Gómsætt topplagið er gert úr niðurskorinni peru, kanildufti og hafra- og eplatrefjum með eplabragði.

Fyrir: 1
Undirbúningstími: 10 mínútur
Innihaldsefni:
  • 2 mæliskeiðar Formula 1 próteindrykkur með gómsætu bananabragði
  • 2 mæliskeiðar drykkjarprótein
  • ½ tsk. kanilduft
  • 1 mæliskeið hafra- og eplatrefjar
  • 175 ml + 2 msk. kalt vatn
  • ½ pera, skorin smátt
  • 30 g haframjöl
Aðferð:
  1. Blandið niðurskorinni peru, kanildufti, hafra- og eplatrefjum og 2 msk. af köldu vatni saman í lítilli skál. Hrærið þar til allt hefur blandast vel. Leggið þetta til hliðar til að leyfa blöndunni að þykkna meðan hafrarnir eru undirbúnir.
  2. Blandið haframjöli, Formula 1 og drykkjarpróteini saman með gaffli í krukku eða lítilli skál.  Bætið 175 ml af vatni smátt og smátt saman við og hrærið þar til þetta hefur blandast vel. Dreifið perublöndunni með skeið ofan á. Lokið vandlega með krukkuloki eða plastfilmu og setjið í kæliskápinn í 4 klst. eða allt upp í heila nótt.
  3. Stráið aukalegum kanil yfir áður en hafrarnir eru bornir fram, ef óskað er.

* Aðeins þegar varan er framreidd samkvæmt þeim fyrirmælum sem er að finna í áletrunum gefur hún allan þann næringarávinning sem þar er tilgreindur.

Næringarefni í skammti:
Orka (kcal) Fita (g) Kolvetni (g) Sykur (g) Trefjar (g) Prótein (g)
Í skammti 372 6,9 48 15,6 15,1 28,1