Próteinkúlur með mintu- og súkkulaðibragði

Höfundur: Herbalife Nutrition
Heilnæm uppskrift að mintu- og súkkulaðikúlum fyrir eftirréttinn

Heilnæmara góðgæti sem er þess virði að deila á páskunum.

Finnst þér erfitt að standast þá freistingu á fá þér súkkulaðiegg á páskunum? Væri þá ekki tilvalið að prófa eitthvað sem er svolítið öðruvísi?

Próteinkúlurnar með mintu- og súkkulaðibragði frá Herbalife Nutrition eru alveg jafnljúffengar og hefðbundið páskanammi. Þar að auki eru þær lausar við mjólk og alveg frábær og heilnæmur valkostur í staðinn fyrir óhollara góðgæti.

Beint úr kæliskápnum getur þú gætt þér á þessum girnilegu kúlum eftir kvöldmatinn, án alls samviskubits. Einnig gætir þú tekið nokkrar með þér í vinnuna til þess að dekra við þig með svolitlu súkkulaðinasli um miðjan morguninn.

Best er svo að úr þessari auðveldu uppskrift fást 16 ómótstæðilegar kúlur. Meira en nóg til að deila með öðrum.

Við þorum þó að veðja að þú munt ekki gera það!

 

Fyrir: 16
Undirbúningstími: 10 mínútur
Innihaldsefni:
 • 2 mæliskeiðar Formula 1 próteindrykkur með mintu- og súkkulaðibragði
 • 50 g haframjöl
 • 70 g kókósmjöl (plús 2 msk. til viðbótar til að hjúpa kúlurnar)
 • 1 msk. agavesíróp
 • 70 ml jurtamjólk
Aðferð:
 1. Hrærið saman Formula 1 með mintu- og súkkulaðibragði, haframjöli og 70 g af kókósmjöli.
 2. Bætið agavesírópinu og jurtamjólkinni þar saman við.
 3. Hrærið þar til þétt deig hefur myndast.
 4. Fóðrið bakka með bökunarpappír og rúllið deiginu í 16 kúlur.
 5. Hjúpið hverja kúlu með því að velta henni í matskeiðunum tveimur af kókósmjöli.
 6. Færið kúlurnar yfir á bökunarpappírinn og kælið þær í 30 mínútur áður en þær eru borðaðar.

* Aðeins þegar varan er framreidd samkvæmt þeim fyrirmælum sem er að finna í áletrunum gefur hún allan þann næringarávinning sem þar er tilgreindur. Vinsamlegast munið að mæligildin fyrir sum vítamín geta verið lægri í tilbúnum rétti en tilgreint er í áletrunum ef vara frá Herbalife Nutrition er notuð í uppskrift sem er hituð.

Næringarefni í skammti:
Orka (kcal) Fita (g) Kolvetni (g) Sykur (g) Trefjar (g) Prótein (g)
Í skammti 56,3 3,7 4,7 1,6 1,4 1,5