Próteinrík skúffukaka með súkkulaðibragði fyrir Valentínusardaginn

Höfundur: Herbalife Nutrition
Uppskrift að próteinríkri skúffuköku með súkkulaðibragði fyrir Valentínusardaginn

Tylft af rauðum rósum, glas af freyðivíni og syndsamlega ljúffeng skúffukaka með súkkulaðibragði. Þannig gætir þú haldið upp á Valentínusardaginn án nokkurs samviskubits.

Að vísu getum við ekki lofað að útvega fyrstu tvö atriðin, en ekkert segir „ég elska þig“ eins og heimabakað súkkulaðigóðgæti. Næringarfræðingarnir okkar eiga heiðurinn að þessari skúffukökuuppskrift, sem er sneisafull af ástríðu (ásamt ögn af vanillu). Hún er bæði heilnæm, glútenlaus og himnesk á bragðið.

Það besta er að þín uppáhaldsmanneskja finnur að þú hefur sett hjarta þitt og sál í óvænt dekur á þessum einstaka degi. Hér er komin ómetanleg ástargjöf á sjálfum Valentínusardeginum – eða hvenær sem er ársins.

Þú skalt samt ekki gefa upp hversu auðveldur baksturinn er!

Fyrir: 12
Undirbúningstími: 15 mínútur
Eldunartími: 22 mínútur
Innihaldsefni:
  • 1/4 bolli glútenlaust haframjöl
  • 1/2 bolli kakóduft án viðbætts sykurs
  • 5 mæliskeiðar Rebuild Strength með súkkulaðibragði úr H24 úrvalinu
  • 1 egg
  • 1 matskeið hunang
  • 1 teskeið vanillukraftur
  • 2/3 bolli möndlumjólk
  • 2 matskeiðar kókósolía
  • 1/2 bolli hindber til skreytingar
Aðferð:
  1. Forhitið ofninn í 180°C og úðið bökunarform, 20 x 20 cm að stærð, með bökunarúða til að gera það viðloðunarfrítt.
  2. Setjið hafrana í blandara og malið þá þar til þeir líkjast hafrahveiti. Hrærið síðan hafrahveitið, kakóduftið og Rebuild Srength saman í skál.
  3. Þeytið saman eggi, hunangi, vanillukrafti og möndlumjólk í annarri skál þar til allt hefur blandast vel. Bætið síðan vökvablöndunni út í þurrefnin.
  4. Hitið kókósolíu í litlum potti á lágum hita, hrærið stanslaust þar til hún hefur bráðnað – og hrærið henni svo í deigið.
  5. Hellið deiginu í smurt bökunarformið og stráið hindberjum yfir. Bakið í 18 til 22 mínútur.
  6. Látið skúffukökuna kólna algerlega áður en hún er skorin í 12 bita – og njótið svo vel!
Næringarefni í skammti:
Orka (kcal) Fita (g) Kolvetni (g) Sykur (g) Trefjar (g) Prótein (g)
Í skammti 62,90 3,25 6 3,30 1,26 3,30