ABOUT HERBALIFE NUTRITION

Vinahópur saman í garði að njóta Herbalife Nutrition máltíðardrykkja

DEILI Á OKKUR

Við erum í fararbroddi í heiminum í máltíðardrykkjum, fæðubótarefnum og íþróttanæringarvörum.

Á hverjum degi gæðir fólk sér á yfir fjórum milljónum af máltíðardrykkjum frá Herbalife Nutrition í öllum heimshornum.

Meðlimir í Herbalife Nutrition að lesa áletrun á Formula 1 máltíðardrykk

STARFSAÐFERÐIR OKKAR

Við náum til viðskiptavinanna gegnum tengslanet af meðlimum. Sú reynsla af milliliðalausri og náinni þjónustu sem sjálfstæðu meðlimirnir okkar skapa hjá viðskiptavinunum er úrslitaþáttur í því sem viljum koma til leiðar. Hvatning og persónulegur stuðningur eru ómetanleg viðbót við vörurnar. Þannig byggjum við upp það traust sem viðskiptavinirnir þurfa til að breyta sér til hins betra. Einmitt þetta er það sem meðlimir leggja af mörkum.

Green Tick

Hvers vegna
Við viljum gera heiminn heilbrigðari
og hamingjusamari. 

Green Tick

Hvernig
Með hjálp meðlima sem eiga sér
skýrt ætlunarverk og leggja sitt af
mörkum fyrir okkur.

Green Tick

Með hverju
Við viljum skapa aðdáunarverðan
árangur sem færir fólki betra líf.

Green Tick

Gildin okkar
Við gerum það sem rétt er.
Við vinnum saman.
Við byggjum upp til hins betra.

  

Hópur af meðlimum í Herbalife Nutrition að spjalla og hlæja saman utan dyra

HVAR ERUM VIÐ STAÐSETT?

Herbalife Nutrition, sem var stofnað árið 1980, starfar nú í yfir 90 löndum með 8.000 manns í starfsliðinu um allan heim.

Staðreyndir um Herbalife Nutrition – táknmynd um stofnárið 1980

Stofnað í Los Angeles 1980

Staðreyndir um Herbalife Nutrition – táknmynd um starfsemi í yfir 90 löndum

Í yfir 90 löndum um allan heim

Staðreyndir um Herbalife Nutrition – táknmynd um yfir 8000 manns í starfsliðinu

Með 8.000 manns í starfsliðinu

  

Herbalife Nutrition bóndi að athuga uppskeru á akri

HVERS VEGNA VÖRUR FRÁ OKKUR?

Næringarstofnun Herbalife Nutrition, sem hefur á að skipa leiðandi sérfræðingum, hefur það verkefni að hjálpa okkur að skara fram úr á sviði næringarmála með klínískum rannsóknum og fræðslu um allan heim.

Herbalife Nutrition framleiðslumiðstöð með Formula 1 dósum á færibandi

Í framleiðslumiðstöðvum okkar hagnýtum við okkur nýjustu tækni og vísindi og þær eru með þeim háþróuðustu í heiminum. Rannsóknarstofur okkar víðs vegar um heiminn eru með ISO 117025 vottun. Í Evrópu er Herbalife24® vöruúrvalið prófað fyrir bönnuðum efnum af hinni heimsþekktu „Informed Sport“ vottunarþjónustu sem tilheyrir LGC.

Barnahópur sem tengist Styrktarsjóði Herbalife Nutrition með hendurnar hverja ofan á annarri

GÓÐGERÐARSTARF

Starfsfólk okkar og meðlimir láta gott af sér leiða í samfélaginu. Fjöldi fólks gefur þannig tíma sinn og peninga til verkefna sem stuðla að góðri næringu og virkum lífsstíl með milligöngu Styrktarsjóðs Herbalife Nutrition, sem er góðgerðarstofnun á okkar vegum.

Tvö börn að faðmast og brosa á Casa Herbalife leikvelli

Styrktarsjóður Herbalife Nutrition (HNF), sem var stofnaður árið 1994, helgar sig því að bæta líf barna. Með fjölda Casa Herbalife verkefna um allan heim hefur HNF ráðist í samstarf við ýmsar stofnanir til að útvega börnum sem standa höllum fæti heilnæma næringu.

Knattspyrnukona í Atlético Madrid sem er með styrktarsamning við Herbalife Nutrition

STYRKTARSAMNINGAR OKKAR

Við styrkjum yfir 190 aðila innan íþróttalífsins um allan heim, þar á meðal íþróttafólk, íþróttalið og íþróttaviðburði. Í Evrópu eru yfir 70  íþróttalið og íþróttamenn í fremstu röð í þessum hópi, bæði í kvenna- og karlagreinum. Meðal þeirra sem Herbalife Nutrition hefur gert styrktarsamning við eru atvinnumaðurinn Cristiano Ronaldo í knattspyrnu, bandaríska knattspyrnufélagið LA Galaxy og Atlético Madrid kvennaliðið í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Spáni.