Herbalife24 - hágæða íþróttanæring

ALHLIÐA OG ÚRVALSGÓÐ ÍÞRÓTTANÆRING

Nýttu alla burði þína með hjálp íþróttanæringar þar sem hugað er að hverju smáatriði. Hvort sem þú stundar létt skokk, hefur ástríðu fyrir útivist eða skarar fram úr í íþróttum mun Herbalife24® íþróttanæringin koma frammistöðu þinni upp á næsta stig. Herbalife24® úrvalið er fjölbreytt og má þar nefna hágæða próteinvörur, drykki með söltum og fæðubótarefni sem er tekið fyrir svefninn. Markmiðið er að uppfylla einstaklingsbundnar þarfir sem varða íþróttir, líkamsþjálfun og endurheimt krafta. Skilaðu sem allra bestri frammistöðu með fyrstu alhliða íþróttanæringunni sem býðst á markaðnum.

Herbalife 24: CR7 Drive - efldu frammistöðuna

EFLDU FRAMMISTÖÐUNA MEÐ CR7 DRIVE

Í samvinnu við atvinnuknattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo höfum við þróað drykk til að neyta við áreynslu. Þessi drykkur hjálpar til við að viðhalda þreki* í ræktinni, á keppnisvellinum eða við hreyfingu utan dyra. CR7 Drive drykkurinn er með frískandi asaíberjabragði og inniheldur úthugsaða blöndu af kolvetnum og söltum sem er ætlað að hjálpa fólki að knýja sig áfram við erfiða áreynslu og bæta vökvabúskapinn.* CR7 Drive er nútímalegur og bragðmildur íþróttadrykkur með innihaldsefnum sem hjálpa til við að varðveita drifkraftinn hjá okkur öllum.

Herbalife24: Formula 1 Sport - máltíðardrykkur

EINSTAKLEGA VEL SAMSETTUR MÁLTÍÐARDRYKKUR FYRIR ALLA SEM STUNDA LÍKAMSRÆKT

Formula 1 Sport líkist engum öðrum máltíðardrykk. Fylgstu með daglegri hitaeininganeyslu um leið og þú knýrð áfram þinn innri íþróttamann. Þessi einstaki og vel samsetti máltíðardrykkur býður upp á blöndu af hágæða próteini, trefjum, kolvetnum og bráðnauðsynlegum vítamínum og steinefnum. Hann er þróaður á grundvelli sérfræðiþekkingar til að færa líkamanum þau næringarefni sem einkenna vel samsetta máltíð. Hjálpaðu þér að ná daglegum framförum með ljúffengum og hentugum máltíðardrykk fyrir íþróttaiðkendur og alla sem hreyfa sig.

Herbalife24: Hydrate - fáðu sem mest út úr þjálfuninni

HITAEININGALAUS DRYKKUR MEÐ SÖLTUM

Vökvaneysla við áreynslu skiptir meginmáli fyrir alla sem vilja skila hámarksframmistöðu.** Með ítarlegum rannsóknum og efnablöndum sem byggjast á vísindum höfum við þróað hitaeiningalausan drykk með söltum. Hydrate úr Herbalife24® úrvalinu inniheldur ríkulegt magn af C-vítamíni sem stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa. Hverjum auðblandanlegum skammti er pakkað í stakskammtapakka og því er auðvelt að taka Hydrate með sér hvert sem leiðin liggur. Fáðu sem allra mest út úr þjálfuninni með hjálp þessa ljúffenga drykkjar sem inniheldur sölt og er ætlaður til neyslu við áreynslu.

Herbalife24: Prolong - hámarkaðu frammistöðuna

KOLVETNA- OG PRÓTEINDRYKKUR TIL AÐ NEYTA VIÐ ÁREYNSLU

Til að hjálpa þér að hámarka frammistöðuna höfum við þróað einstaka kolvetna- og próteinblöndu sem færir líkamanum lykilnæringarefni við langvarandi og erfiða áreynslu.** Prolong duftið úr Herbalife24® úrvalinu er auðgað með C-, B1-, B6-, og B12-vítamínum. Auðvelt er að blanda Prolong út í vatn og búa þannig til frískandi drykk með sítrusbragði sem hámarkar frammistöðuna. Prolong úr Herbalife24® úrvalinu er kjörin vara til að styðja þig við daglegar æfingar og hjálpa þér að skila sem bestri frammistöðu.

Herbalife24: Rebuild Strength - jafnaðu þig eftir styrktarþjálfun

JAFNAÐU ÞIG EFTIR STYRKTARÞJÁLFUN

Eftir erfiða styrktarþjálfun þarfnast bæði þú og vöðvarnir hvíldar. Til að hjálpa til við að endurheimta krafta skiptir sköpum að neyta próteins og kolvetna eftir áreynslu.** Rebuild Strength úr Herbalife24® úrvalinu er ljúffengur drykkur með súkkulaðibragði sem er ætlaður til neyslu eftir áreynslu. Hann inniheldur 25 grömm af próteini sem stuðlar að vexti og viðhaldi vöðvamassa. Hjálpaðu þér að jafna þig sem allra best eftir átök með Rebuild Strength úr Herbalife24® úrvalinu.

Herbalife24: Rebuild Endurance - jafnaðu þig eftir þolþjálfun

JAFNAÐU ÞIG EFTIR ÞOLÞJÁLFUN

Skilvirk næring til að jafna sig eftir þoláreynslu þarf að innihalda rétta blöndu af vökva, próteini og kolvetnum.** Til að hjálpa til við endurheimt krafta eftir slíka líkamsáreynslu höfum við sett saman íþróttadrykk með kolvetnum og próteini ásamt ómissandi vítamínum og steinefnum. Rebuild Endurance úr Herbalife24® úrvalinu inniheldur einstaka blöndu af C-, E-, B1- og B2-vítamínum ásamt járni sem gerir það að frábærum drykk til að endurheimta kraftana eftir íþróttir og æfingar sem reyna á þol.

Herbalife24: Restore - næringarstuðningur yfir nóttina

NÆRINGARSTUÐNINGUR YFIR NÓTTINA

Líkaminn hvílist og endurheimtir kraftana meðan við sofum og því skiptir hágæða svefn meginmáli til að jafna sig sem allra best. Restore úr Herbalife24® úrvalinu er fæðubótarefni sem veitir næringarstuðning og stuðlar að slökun yfir nóttina.*** Restore er afgreitt í hylkjum og inniheldur A-, E- og C-vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Vöknum tilbúin fyrir næstu æfingalotu!

Herbalife24: Achieve stangir - einstaklega hentugt próteinsnarl

EINSTAKLEGA LJÚFFENG PRÓTEINSTÖNG FYRIR ALLA SEM STUNDA LÍKAMSRÆKT

Próteinstangir eru einstaklega hentugt góðgæti eftir áreynslu til að hjálpa til við að auka daglega próteinneyslu. Hvort sem þú ert á höttunum eftir vel samsettu snarli eða fljótlegri leið til að auka próteinneysluna sameina Herbalife24® Achieve próteinstangirnar ljúffengt bragð og hágæða mysuprótein. Hver stöng inniheldur 21 gramm af próteini og lítinn sykur. Tvær bragðtegundir eru í boði af Herbalife24® Achieve próteinstöngunum – dökkt súkkulaði og súkkulaðibitakökudeig.

Herbalife24: LiftOff Max - sykurlaus orku- og íþróttadrykkur

SYKURLAUS ORKUDRYKKUR FYRIR ALLA SEM STUNDA LÍKAMSRÆKT

Fáðu sem mest út úr æfingalotunum með hjálp LiftOff® Max, sem er sykurlaus orkudrykkur fyrir iðkendur íþrótta og hreyfingar. Þessi drykkur inniheldur 180 mg**** af koffíni í skammti. LiftOff® Max er með hressandi og afgerandi bragði af greipávöxtum, inniheldur engin gervilitarefni eða gervibragðefni og hefur að geyma ríkulegt magn af C-vítamíni sem stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa. Þjálfaðu þig eins og íþróttafólk með hjálp LiftOff® Max.

Herbalife24 - úrval af íþróttanæringu til að efla frammistöðuna

EFNABLÖNDUR FYRIR FRAMMISTÖÐUNA. GRUNDVALLAST Á VÍSINDUM.

Komdu undirbúningi þínum, frammistöðu og endurheimt krafta í líkamsræktinni á hærra stig með hjálp Herbalife24®. Alhliða íþróttanæringin okkar er í senn ætluð þeim sem stunda hreyfingu og íþróttir sér til ánægju, afreksfólki í íþróttum og þeim sem vilja einfaldlega skila sem allra bestri frammistöðu. Sérfræðingar hafa séð um þróun á sérhverri vöru og þær grundvallast allar á vísindarannsóknum. Allar Herbalife24® vörurnar innihalda hágæða innihaldsefni og hafa verið þaulprófaðar til að tryggja að þær uppfylli og fari fram úr þeim kröfum sem gilda á þessu sviði. 

Herbalife24 - næringarvöruúrval með vottun frá Informed Sport

ÞRÓAÐAR Á RANNSÓKNARSTOFU. PRÓFAÐAR Í RAUNHEIMUM.

Allar Herbalife24® vörurnar hafa verið vandlega prófaðar fyrir bönnuðum efnum af óháðum þriðja aðila. Informed Sport  gæðavottunarþjónustan vottar að sýni úr framleiðslulotunni sem þessi vara tilheyrir hefur verið prófað fyrir bönnuðum efnum á LGC rannsóknarstofunni. LGC er rannsóknarstofa sem skipar sér í fremstu röð á sviði eftirlits gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Herbalife24® úrvalið skapar í sameiningu skilvirka og alhliða næringu fyrir fólk sem iðkar íþróttir eða hreyfingu – það færir okkar vökva, prótein, kolvetni og bráðnauðsynleg vítamín og steinefni. Þú getur sérsniðið vöruval þitt úr úrvalinu okkar af íþróttanæringu eftir þínum einstöku þjálfunarþörfum. Æfðu þig eins og íþróttafólk með hjálp íþróttanæringar þar sem hugað er að hverju smáatriði.

Herbalife24 - íþróttanæring fyrir líkamsræktar- og íþróttafólk

100% KEPPNISÖRYGGI

Herbalife24® vörurnar gangast undir reglulegar prófanir og stöðugt eftirlit svo þær uppfylli hinar fjölmörgu og ítarlegu forskriftir sem um þær gilda. Markmiðið er að tryggja stöðugleika hverrar vöru og að öll innihaldsefni samræmist fullyrðingum í áletrunum. Okkar fyrirheit er að tryggja að íþróttafólk og hvers kyns þjálfarar geti treyst á vörurnar okkar. Hámarkaðu frammistöðuna og endurheimt krafta með 100% trausti á næringuna sem þú neytir.

  

Algengar spurningar

Sp. 1: Hvernig byggi ég upp skilvirka neysluáætlun fyrir íþróttanæringu?

Þegar hugsað er um skilvirkustu íþróttanæringuna til að neyta í tengslum við áreynslu er gagnlegt að hugsa um hana í þremur fösum: fyrir, við og eftir áreynslu.

  • Jafnmikilvægt er að undirbúa líkamann fyrir daglega áreynslu og að endurhlaða hann í kjölfarið. Við val á næringu til að neyta fyrir áreynslu ber að leggja áherslu á vökva og orku fyrir líkamann.**
  • Við áreynslu er æskilegt að halda orkugildunum háum og tryggja sér nægilegan vökva og eldsneyti.** Prolong kolvetna- og próteindrykkurinn úr Herbalife 24® úrvalinu inniheldur viðbætt vítamín og er kjörinn til notkunar við langvarandi og erfiða áreynslu. CR7 Drive er íþróttadrykkur sem var þróaður í samvinnu við Cristiano Ronaldo og er ætlað að viðhalda þreki*, hjálpa til við að knýja okkur áfram í erfiðum æfingalotum* og bæta vökvabúskapinn*.
  • Eftir erfiða líkamsáreynslu eða íþróttaiðkun þarfnast bæði þú og vöðvarnir hvíldar. Skilvirk næring til að jafna sig eftir átök þarf að innihalda rétta blöndu af vökva, próteini og kolvetnum. Uppgötvaðu Rebuild Endurance og Rebuild Strength próteindrykkina, próteinstangir og fæðubótarefni með fjölvítamíni úr Herbalife 24® úrvalinu. Öllum þessum vörum er ætlað að hjálpa fólki að jafna sig eftir áreynslu og veita næringarstuðning. Prótein stuðlar að vexti og viðhaldi vöðvamassa.

 

Sp. 2: Hver er munurinn á íþróttanæringu og venjulegri næringu?

Sá misskilningur virðist ríkja að íþróttanæring sé aðeins fyrir atvinnuíþróttafólk. Vissulega æfir íþróttafólk sig af kappi og hefur afar miklar næringarþarfir, en íþróttanæring grundvallast á traustum og almennum næringargrunni sem getur hentað fyrir alla sem hreyfa sig reglulega.

Að næra sig almennt krefst þess að neyta ákveðins fjölda af hitaeiningum og ómissandi næringarefna til að viðhalda lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi. Þörfin ákvarðast síðan af einstökum næringar- og hreystimarkmiðum hvers og eins.

Sömuleiðis stuðlar vel samsett íþróttnæring – sem færir okkur fæðu, vökva og bætiefni eftir þörfum – fyrst og fremst að úrvalsgóðri heilsu samhliða því að tryggja okkur orku fyrir áreynslu, stuðla að endurheimt krafta og hámarka þjálfunaraðlögun og frammistöðu.*****

  • Mikilvægt er að ganga úr skugga um að hitaeiningar fáist úr réttu magni af meginnæringarefnunum: próteini, kolvetnum og fitu.
  • Að tryggja okkur vökva skiptir síðan sköpun til þess að líkaminn starfi sem skyldi. Við neyslu á orkudrykkjum ber að fylgjast með daglegri koffínneyslu.****

Sp. 3: Hvaða vörur teljast til íþróttanæringar?

Góð næringar- og líkamsræktaráætlun fara hönd í hönd – hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin í líkamsrækt, ferð reglulega í ræktina eða stundar keppnisíþróttir þarft þú æskilegustu næringu sem styður þig við hvert fótmál. Herbalife 24® íþróttanæringin býður upp á réttu vörurnar til að hjálpa þér að undirbúa þig, þjálfa þig og jafna þig svo í kjölfarið. Unnt er að sérvelja vörurnar miðað við þjálfunardagskrána hjá hverjum og einum. Þessi alhliða íþróttanæring gefur kost á að stíga framfaraskref, bæði hvað varðar þjálfun, frammistöðu og endurheimt krafta. Við ábyrgjumst að sjálfstæður þriðji aðili sér um að skima allar framleiðslulotur af sérhverri vöru fyrir bönnuðum efnum. Til tryggingar fyrir neytendur er unnt að rekja vörurnar eftir lotunúmeri sem er áletrað á þær og fletta þeim upp á www.informed-sport.com.

 

Sp. 4: Hvenær er æskilegt að nota íþróttanæringu til fæðubótar?

Ekki skiptir bara máli hvers kyns íþróttanæring er notuð, heldur einnig hvenær hún er notuð. Háð markmiðum þínum um næringu og líkamsrækt gæti æfingadagskráin krafist ákveðinna tegunda af íþróttanæringu til fæðubótar fyrir, við eða eftir áreynslu.** Úrvalið af Herbalife24® íþróttanæringu veitir einbeittu íþróttafólki alhliða næringarstuðning. Þú getur sérsniðið vöruval þitt miðað við þarfir þínar tengdar íþróttagrein, þjálfun, frammistöðu og endurheimt krafta.***

 

Sp. 5: Hvar get ég keypt íþróttanæringarvörur á Íslandi?

Herbalife24® vörurnar eru eingöngu seldar gegnum tengslanet sjálfstæðra meðlima í Herbalife Nutrition. Þú getur keypt Herbalife24® íþróttanæringarvörurnar með því að tengjast einhverjum af sjálfstæðu meðlimunum okkar (þú getur fundið sjálfstæðan meðlim á þínu svæði með því að nota eyðublaðið okkar).

 

* Lausnir með kolvetnum og söltum stuðla að því að viðhalda þreki meðan á löngum þolæfingum stendur. Lausnir með kolvetnum og söltum auka upptöku vatns meðan á líkamsæfingum stendur.

** Kerksick et al. Tímaritið Journal of the International Society of Sports Nutrition. 2018; 15(1): 38. Kerksick et al. Tímaritið Journal of the International Society of Sports Nutrition. 2017; 14:33.

*** Kim et al. Tímaritið European Journal of Clinical Nutrition. 2007; 61(4): 536 -541. Messaoudi et al. Tímaritið European Journal of Clinical Nutrition. 2005; 44(2): 128-132. Miclo et al. Tímaritið FASEBJ, 2001; 15(10): 1780-1782.

**** Ráðlagt er að neyta að hámarki 400 mg af koffíni á dag úr öllum koffíngjöfum (eða 200 mg ef um er að ræða þungaðar konur eða konur með barn á brjósti). NDA pallborðshópur EFSA, 2015. Tímarit EFSA 2015;13(5):4102, 120 bls.

***** Thomas et al. Tímaritið Journal of the Academy of Nutrition and Dietetics. 2016; 116(3):501-528.