Spurning 8: Hvers vegna þarf ég að nota skrúbbkrem?
Frá náttúrunnar hendi losar húðin sig jafnt og þétt við dauðar húðfrumur hjá okkur öllum. Raunar töpum við um það bil milljón húðfrumubrotum á hverri mínútu. Með því að nota skrúbbkrem þokum við þessu ferli einfaldlega áfram. Táningar skipta algerlega um húð á um það bil 14 dögum. Með aldrinum minnkar þessi umsetning þannig að eftir fertugt gæti endurnýjunarhraði húðarinnar verið orðinn um það bil 30-40 dagar. Afleiðingin er þurr, grámygluleg eða flekkótt húð. Rétt húðskrúbbun styttir tímann sem úr sér gengnar frumur sitja á yfirborði húðarinnar. Skrúbbandi agnir losa burtu þurrar, dauðar frumur og koma nýrri húðfrumum upp á yfirborðið, þannig að húðin verði hraustlegri og þróttmeiri. Instant Reveal Berry Scrub, skjótvirka berjaskrúbbkremið úr Herbalife SKIN úrvalinu, inniheldur bláberjafræ til að skrúbba brott dauðar húðfrumur og slétta þannig og slípa húðina.
Spurning 9: Hvers vegna ætti ég að nota maska?
Maskar virka allt í senn eins og öflugt og fljótvirkt hreinsikrem, andlitsvatn og rakakrem. Þeir hækka rakastig húðarinnar eða draga úr henni umframfitu og hjálpa til við að gera svitaholurnar minna áberandi, leysa upp óhreinindi og styrkja húðina. Árangurinn er að húðin verður mjúk og slétt, bætir áferð sína og verður hreinni og hraustlegri. Góð hugmynd er að bera ávallt rakakrem eða næturkrem á sig í kjölfar maskans til að varðveita heilbrigt rakajafnvægi.
Spurning 10: Ef ég ákveð að nota maska og skrúbbkrem sama daginn, hvora vöruna á ég þá að nota fyrst?
Mín ráðlegging er að nota skrúbbkremið fyrst. Mér finnst ekkert vit í að sóa góðum maska á dauðar húðfrumur. Með því að nota skrúbbkrem fyrst verður andlitshúðin yndisleg og frískleg og tilbúin til að njóta maskans. Þá getur maskinn gefið allan sinn ávinning, án þess að dauðar eða deyjandi húðfrumur séu að flækjast fyrir.
Spurning 11: Hvar get ég keypt Herbalife SKIN húðvörur á Íslandi?
Herbalife SKIN húðvörurnar eru eingöngu seldar gegnum tengslanet sjálfstæðra dreifingaraðila Herbalife Nutrition. Þú getur keypt Herbalife SKIN vörur með því að tengjast einhverjum af sjálfstæðu dreifingaraðilunum okkar (þú getur fundið sjálfstæðan dreifingaraðila á þínu svæði með því að nota eyðublaðið okkar).
Spurning 12: Hversu lengi þarf ég að bíða eftir sýnilegum árangri?
Herbalife SKIN vörurnar eru prófaðar af húðsjúkdómafræðingum og klínískar prófanir hafa staðfest skjótan og sýnilegan árangur á aðeins 7 dögum. Sýnt hefur verið fram á að fínar línur og hrukkur verða minna áberandi á aðeins 7 dögum** og að ótrúlegur bati verður á húðinni sem verður mýkri og sléttari og fær aukna útgeislun, bjarma og ljóma á aðeins 7 dögum.***
Spurning 13: Eru Herbalife SKIN vörur vegan og er engin grimmd gagnvart dýrum hluti af prófunarferlinu?
Herbalife SKIN vörur eru ekki prófaðar á dýrum. Allar Herbalife SKIN vörur hafa verið þróaðar á grundvelli löggjafar í ESB, sem bannar prófun snyrtivara á dýrum. Þar að auki innihalda engar ytri næringarvörur sem tilheyra Herbalife SKIN úrvalinu dýraafurðir eða efni unnin úr þeim.
* Árangurinn gildir um Line Minimising Serum, Replenishing Night Cream, Daily Glow Moisturiser, SPF 30 Protective Moisturiser, Hydrating Eye Cream og Firming Eye Gel.
** Prófun á 30 þátttakendum: Visioscan-mælitæki var notað til að mæla hversu óslétt húðin var eftir 0, 7 og 42 daga.
*** Prófun á 30 þátttakendum: Sérfræðingur í sjónrænu mati gaf einkunn fyrir sléttleika, mýkt, bjarma, útgeislun og ljóma húðarinnar eftir 2, 4 og 7 daga.Intervallen von 0, 7 und 42 Tagen gemessen.6(3):501-528.