Próteinríkt ískaffi - Mokkabragð - 322 g

Próteinríkt ískaffi -  Mokkabragð - Mynd af vöru
Vörunúmer 011K
Leiðbeinandi smásöluverð 11.600 kr.

Yfirlitsupplýsingar um vöru

 

Fyrir alla þá sem unna kaffi, eru framsæknir, stefna markvisst að draumum sínum, eru með margt á prjónunum og eru opnir fyrir nýjum tækifærum – hér er komin vara fyrir ykkur!

Erfitt getur verið að finna ljúffengt ískaffi sem er án viðbætts sykurs, snautt af fitu og próteinríkt.

Við tókum því tvö innihaldsefni sem við þekkjum öll og kunnum vel að meta – prótein og kaffi – og ákváðum að skella þeim saman til að sjá hver útkoman yrði.

 

Helstu einkenni og kostir:

Nýja og próteinríka ískaffið með mokkabragði sameinar 100% Robusta espressó kaffi og ávinninginn af 15 g af hágæðapróteini.

Með þessu úrvalsgóða dufti er unnt að búa til yndislegt og bragðmikið mokkakaffi með mikilli fyllingu. Nú getur þú uppfyllt koffínþörfina og aukið próteinneysluna í leiðinni!

  • 15 g af mysupróteini í skammti.
  • 80 mg af koffíni í skammti.
  • Aðeins 80 kkal í skammti.
  • Snautt af fitu.
  • Hentar grænmetisætum.
  • Án viðbætts sykurs.
  • Án litar- eða rotvarnarefna.
  • Gert úr alvöru kaffibaunum.

Með aðeins 80 kkal í skammti getur þessi ljúffenga kaffi- og próteinblanda hjálpað þér að taka þátt í öllum ævintýrum lífsins án þess að stofna næringarmarkmiðunum í hættu!

Taktu okkur með þér hvert sem þú ferð og þá munum við koma þér lengra.

 

Notkunarleiðbeiningar:

Próteinríka ískaffið með mokkabragði er ljúffengur drykkur sem gæða má sér á heima eða að heiman til að dekra við sig þegar þörfin er mest. Kjörinn drykkur til að njóta hvenær sem er dagsins.

Settu 250 ml af köldu vatni í hristara og bættu 2 mæliskeiðum af próteinríka ískaffiduftinu þar saman við. Hristu vandlega, helltu drykknum yfir klaka og njóttu svo vel.

Ef þú átt ekki hristara skalt þú blanda drykkinn í 5 sekúndur á lágri stillingu í blandara.

Notið þessa vöru sem hluta af vel samsettu og fjölbreyttu mataræði og heilnæmum og virkum lífsstíl.