Herbalife SKIN sefandi hreinsikrem með alóvera - 150 ml

Vörunúmer 0765
Leiðbeinandi smásöluverð 5.680 kr.
Yfirlitsupplýsingar um vöru
Regluleg hreinsun á húðinni skiptir meginmáli til þess að varðveita hraustlega húð. Nærðu húðina með sefandi hreinsikreminu með alóvera. Þetta frískandi og milda hreinsikrem, sem inniheldur alóvera, skapar hreinlætistilfinningu í húðinni og gerir hana yndismjúka. Það fjarlægir umframfitu, óhreinindi og létta förðun án þess að erta húðina. Sefandi hreinsikremið með alóvera inniheldur húðvæna efnablöndu, m.a. með B3-, C- og E-vítamínum.
Helstu einkenni og kostir:
- Án viðbættra parabena.
- Án viðbættra súlfata.
- Prófað af húðsjúkdómafræðingi.
- Kjörið fyrir þurra til eðlilega húð.
- Inniheldur alóvera til að mýkja og rakametta húðina.
- Grimmdarlaus vara.
Notkunarleiðbeiningar:
Nuddið kreminu varlega á raka húðina með hringhreyfingum. Skolið burt með ylvolgu vatni og þerrið húðina án þess að nudda. Notið því næst andlitsvatn, húðdropa og rakakrem. Hentar til daglegrar notkunar bæði á morgnana og kvöldin.