Herbalife SKIN stinnandi augngel - 15 ml

Yfirlitsupplýsingar um vöru
Húðin umhverfis augun er sú viðkvæmasta í andlitinu og þarfnast aukalegrar umönnunar til að vera stinn, rakafyllt og endurnærð í útliti. Stinnandi augngelið inniheldur sefandi gúrkukraft, alóvera og B-, C- og E-vítamín til þess að hjálpa til við að draga úr þrota kringum augun* með því að auka stinnleika og teygjanleika húðarinnar**.
Helstu einkenni og kostir:
- Án viðbættra parabena.
- Án viðbættra súlfata.
- Prófað af húðsjúkdómafræðingi.
- Hentar fyrir allar húðgerðir.
- Grimmdarlaus vara.
Notkunarleiðbeiningar:
Notið baugfingur til að bera gelið með léttri snertingu neðan við augun þar til það hverfur algerlega inn í húðina. Besti árangurinn næst ef stinnandi Herbalife SKIN augngelið er notað á kvöldin (og þannig styður það best við aðrar húðvörur).
* Dregur úr þrota um að meðaltali 45% eftir 7 daga samkvæmt sjónrænu mati.
** Prófun á þátttakendum fór þannig fram að sérfræðingur í sjónrænu mati gaf einkunn fyrir stinnleika og teygjanleika húðarinnar eftir 7 og 42 daga. Hjá 45% þátttakenda varð vart við sýnilegan bata á stinnleika/teygjanleika húðarinnar undir augunum eftir 42 daga.