Próteineggjakaka með spínati

Höfundur: Herbalife Nutrition
Heilnæm uppskrift að spínateggjaköku fyrir morgunverðinn til að auka próteinneysluna

Nú þegar meirihluti okkar stundar vinnuna sína heima er eitt sem okkur hefur áskotnast – aukinn tími! Okkur gefst því meira tóm á morgnana til að setjast niður og borða morgunverð á þeim tíma sem ella mundi tapast á ferðinni í vinnuna. Þessi uppskrift er einföld og ljúffeng á bragðið og útkoman er yndisleg og létt máltíð. Bættu við grænmeti og próteinafurðum að eigin vali til að búa til ljúffenga eggjaköku sem þig langar í aftur og aftur!

Fyrir: 5
Undirbúningstími: 20 mínútur
Eldunartími: 2 mínútur
Innihaldsefni:
 • 20 g Formula 3 próteinduft frá Herbalife Nutrition
 • 125 g fitulaus grísk jógúrt (notið ekki venjulega jógúrt)
 • 4 eggjahvítur
 • 2 msk. vatn
 • 30 g hvítt hveiti
 • 55 g frosið spínat (þítt)
 • 2 msk. hvít chíafræ
 • 1 tsk. salt
Aðferð:
 1. Setjið jógúrt, eggjahvítur og vatn saman í matvinnsluvél eða blandara. Bætið Formula 3 próteindufti, hveiti, spínati, chíafræjum og salti þar saman við. Blandið vandlega þar til áferð eggjablöndunnar líkist amerísku pönnukökudeigi.*
 2. Úðið litla, viðloðunarfría steikarpönnu með pönnuúða (eða strjúkið yfir hana með svolítilli olíu). Hitið steikarpönnuna á miðlungsháum hita.
 3. Þegar pannan er orðin heit, hellið þá 3 msk. af eggjablöndunni á hana og dreifið henni hratt (með mikilli varúð) með bakhliðinni á málmskeið í 12-15 cm kringlótta köku. Leyfið eggjakökunni að steikjast á annarri hliðinni þar til hún er orðin léttbrúnuð. Snúið henni varlega við og steikið hana þar til hin hliðin er einnig orðin léttbrúnuð.
 4. Þegar báðar hliðar hafa verið brúnaðar, leggið þá eggjakökuna á eldhúsrúllubréf eða á kæligrind og leyfið henni að kólna. Endurtakið þetta ferli þar til deigið er búið og úðið pönnuna með pönnuúða áður en hver ný eggjakaka er steikt, til þess að forðast að hún festist á pönnunni.

* Chíafræ draga í sig mikinn vökva, sérstaklega ef eggjablandan er látin bíða! Best er að útbúa eggjablönduna rétt áður en eggjakökurnar eru steiktar. Ef eggjablandan þykknar meðan á steikingunni stendur má bæta í hana svolitlu vatni til að þynna hana. Bætið einni matskeið í einu út í blönduna til þess að þykktin haldist áfram á við amerískt pönnukökudeig (en gætið þess að þynna hana ekki of mikið með vatninu).

Næringarefni í skammti:
Orka (kcal) Fita (g) Kolvetni (g) Sykur (g) Trefjar (g) Prótein (g)
Í skammti 86 2,0 7,7 1,0 1,7 9,8

** Aðeins þegar varan er framreidd samkvæmt þeim fyrirmælum sem er að finna í áletrunum gefur hún allan þann næringarávinning sem þar er tilgreindur. Vinsamlegast munið að mæligildin fyrir sum vítamín geta verið lægri í tilbúnum rétti en tilgreint er í áletrunum ef vara frá Herbalife Nutrition er notuð í uppskrift sem er hituð.